Modric og Lovren ákærðir í Króatíu

Dejan Lovren.
Dejan Lovren. AFP

Luka Modric, knattspyrnumaður ársins í Evrópu hjá Real Madrid, og Dejan Lovren, leikmaður Liverpool, verða ákærðir fyrir að bera ljúgvitni fyrir dómstólum í heimalandinu, Króatíu.

Málið snýst um Zdravko Mamic sem hagnaðist ólöglega á sölu Modric og Lovren frá Dinamo Zagreb á sínum tíma. Mamic var dæmdur sekur en flúði til Bosníu áður en komið var á hann böndum. Vitnisburður Modric og Lovren í réttarhöldunum þykir ekki hafa verið sannleikanum samkvæmur og er það lögbrot.

Ekki hefur verið dagsett hvenær málið gegn þeim verður tekið fyrir en verði þeir fundnir sekir þá er lágmarksrefsing sex mánaða fangelsi en hámarksrefsing fimm ára fangelsi. Málið gæti því haft afleiðingar fyrir knattspyrnuferil þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »