Arnautovic hetja Austurríkismanna

Marko Arnautovic fagnar sigurmarki sínu.
Marko Arnautovic fagnar sigurmarki sínu. AFP

Marko Arnautovic, leikmaður West Ham, skoraði sigurmark Austurríkismanna á móti Norður-Írum í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 71. mínútu og er Austurríki nú með þrjú stig í öðru sæti 3. riðils, þremur stigum á eftir Bosníu, en Norður-Írland er án stiga á botninum. 

Finnland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í 2. riðli C-deildarinnar eftir 1:0-sigur á grönnum sínum í Eistlandi á útivelli. Teemu Pukki skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Grikkland er í öðru sæti með sex stig eftir 1:0-sigur á Ungverjalandi. Konstantinos Mitrouglou skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. 

Í 2. riðli D-deildarinnar er Hvíta-Rússland efst með sjö stig eftir 1:0-sigur á Lúxemborg. Moldóva vann 2:0-sigur á San Marínó í sama riðli. 

mbl.is