Magnaður sigur Dortmund á Bayern

Paco Alcacer fagnar sigurmarkinu.
Paco Alcacer fagnar sigurmarkinu. AFP

Borussia Dortmund hafði betur gegn Bayern München í toppslag þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, 3:2. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar og sjö stiga forskoti á Bayern. 

Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 26. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Marco Reus jafnaði úr víti strax í upphafi síðari hálfleiks en aðeins þremur mínútum síðar kom Lewandowski Bayern aftur yfir. 

Dortmund gafst hins vegar ekki upp og Marco Reus jafnaði á nýjan leik á 67. mínútu og Paco Alcácer skoraði sigurmarkið sex mínútum síðar. 

mbl.is