Matthías vantar þrjá til að ná Árna

Matthías Vilhjálmsson vantar þrjá meistaratitla í viðbót til að ná Árna Gauti Arasyni sem sigursælasti Íslendingurinn í karlaflokki í norska fótboltanum.

Matthías varð meistari með Rosenborg í fjórða skipti á sunnudaginn, á jafnmörgum árum. Árni Gautur varði mark Rosenborg sex meistaraár Þrándheimsliðsins í röð, frá 1998 til 2003, og bætti svo sjöunda titlinum í safnið sem markvörður Vålerenga árið 2005.

Þeir Árni og Matthías hafa þar með unnið samtals 11 af 22 meistaratitlum íslenskra knattspyrnumanna í Noregi. Sá þriðji sem hefur unnið titilinn oftar en einu sinni er Hólmar Örn Eyjólfsson sem vann hann með Rosenborg árin 2015 og 2016.

Níu Íslendingar skipta með sér hinum níu titlunum en Kristinn Björnsson varð fyrstur Íslendinga norskur meistari með Vålerenga árið 1981. Gunnar Gíslason kom næstur þegar hann varð meistari með Moss árið 1987.

Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru allir í meistaraliði Brann árið 2007 og þeir Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason unnu titilinn með Stabæk árið 2008.

Björn Bergmann Sigurðarson varð síðan meistari með Molde árið 2014 og Guðmundur Þórarinsson með Rosenborg árið 2016.

Árni Gautur Arason.
Árni Gautur Arason. mbl.is/Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert