Fyrsti titill Ronaldo hjá Juventus

Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu sem tryggði Juventus titilinn í …
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu sem tryggði Juventus titilinn í kvöld. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo fagnaði í kvöld fyrsta titlinum með Ítalíumeisturum Juventus sem hann gekk til liðs við í sumar, en Juventus hrósaði þá sigri í meistarakeppninni á Ítalíu.

Um er að ræða keppni þar sem landsmeistarar mæta bikarmeisturum, en þar sem Juventus vann tvennuna á síðasta tímabili var AC Milan mótherjinn vegna þess að liðið komst í bikarúrslit. Leikið var í Jeddah í Sádi-Arabíu og var það Ronaldo sjálfur sem skoraði sigurmarkið með skalla á 61. mínútu.

Juventus varð um leið fyrsta liðið til þess að vinna þennan titil átta sinnum, en þetta er jafnframt sjöunda árið í röð sem Juventus vinnur keppnina.

Ronaldo hefur nú jafnframt unnið leikinn um meistara meistaranna í öllum fjórum löndunum þar sem hann hefur spilað. Með Sporting í Portúgal, Manchester United á Englandi og Real Madrid á Spáni, auk Ítalíu núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert