Fyrstu mörk Rakelar á Englandi

Rakel Hönnudóttir skoraði sín fyrstu mörk fyrir Reading í dag …
Rakel Hönnudóttir skoraði sín fyrstu mörk fyrir Reading í dag í enska bikarnum. mbl.is/Eggert

Rakel Hönnudóttir skoraði tvö mörk fyrir Reading þegar liðið burstaði Keynsham Town í 32-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 13:0-sigri Reading. Rakel byrjaði á bekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður á 57. mínútu.

Staðan í leiknum var 8:0 þegar Rakel kom inn á en hún skoraði ellefta og tólfta mark Reading og Íslendingurinn hefði hæglega getað skorað þrennu í leiknum en hún fékk frábært færi undir lok leiksins til þess að fullkomna þrennuna en skot hennar fór yfir markið.

Reading er því komið áfram í 16-liða úrslit en Rakel samdi við enska úrvalsdeildarfélagið í lok janúar og voru þetta hennar fyrstu mörk fyrir félagið, í sínum öðrum leik.

mbl.is