Botnliðið rak þjálfarann og íþróttastjórann

Frá viðureign Nürnberg og Hannover um síðustu helgi.
Frá viðureign Nürnberg og Hannover um síðustu helgi. Ljósmynd/Nürnberg

Nürnberg, botnliðið í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu, er búið að reka bæði þjálfann og íþróttastjórann en ákvörðun um þetta var tekin á neyðarfundi hjá félaginu í gær.

Þjálfarinn Michael Köllner og íþróttastjórinn Andreas Bornemann voru báðir látnir taka poka sína en Nürnberg er án sigurs í 15 leikjum í röð og situr eitt og yfirgefið á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Marek Mintal, fyrrverandi landsliðsmaður Slóvaka sem lék yfir 200 leiki með Nürnberg, og aðstoðarþjálfarinn Boris Schommers hafa verið ráðnir tímabundið til að stýra liðinu en næsti leikur liðsins er á móti toppliði Borussia Dortmund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert