Bony gerði Heimi grikk

Heimir Hallgrímsson mátti þola tap.
Heimir Hallgrímsson mátti þola tap.

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Al-Arabi þurftu að sætta sig við 1:2-tap fyrir Al-Gharafa í efstu deild Katars í fótbolta í dag. Wilfried Bony, framherji Al-Arabi, var afar áberandi í leiknum.  

Það tók Bony aðeins tvær mínútur að koma Al-Arabi yfir, en fimm mínútum síðar var staðan orðin jöfn og var hún 1:1 í leikhléi. Ahmed Alaaeldin hjá Al-Gharafa fékk beint rautt spjald á 48. mínútu, en Al-Arabi nýtti liðsmuninn illa. 

Bony varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 79. mínútu og tryggja tíu leikmönnum Al-Gharafa sigurinn. Al-Arabi er í sjötta sæti deildarinnar eftir 19 leiki með 27 stig, níu sigra og tíu töp. 

mbl.is