Stórleikur strax á fyrsta leikdegi

Roberto Martinez þjálfari Belga ræðir við fyrirliðann sinn, Eden Hazard, …
Roberto Martinez þjálfari Belga ræðir við fyrirliðann sinn, Eden Hazard, á æfingu fyrir leikinn gegn Rússum. AFP

Tvær af átta efstu þjóðum á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu 2018 mætast strax á fyrsta leikdegi undankeppni Evrópumótsins 2020 en fyrstu tíu leikir undankeppninnar fara fram í dag og kvöld.

Belgar, sem hrepptu bronsverðlaunin, taka á móti Rússum, sem komust nokkuð óvænt í átta liða úrslitin á sínum heimavelli síðasta sumar. Þessar þjóðir eru í I-riðli undankeppninnar en þar eru einnig Kasakstan og Skotland, sem hefja undankeppnina austur í Astana klukkan 15, og svo Kýpur og San Marínó sem einnig eigast við í kvöld.

Leikirnir á þessum fyrsta degi eru eftirtaldir

C-RIÐILL:
19.45 Norður-Írland - Eistland
19.45 Holland - Hvíta-Rússland

E-RIÐILL:
19.45 Króatía - Aserbaídsjan
19.45 Slóvakía - Ungverjaland

G-RIÐILL:
19.45 Austurríki - Pólland
19.45 Norður-Makedónía - Lettland
19.45 Ísrael - Slóvenía

I-RIÐILL:
15.00 Kasakstan - Skotland
17.00 Kýpur - San Marínó
19.45 Belgía - Rússland

Riðlarnir eru tíu talsins og leikið verður þétt fram til þriðjudags en tvær umferðir eru leiknar í hverjum riðli. Öll undankeppnin fer fram á þessu ári, sem er nýlunda, en umspil verður síðan snemma árs 2020 þar sem þau lið sem ekki ná öðru tveggja efstu sæta í sínum riðli en voru ofarlega í Þjóðadeildinni í haust fá annað tækifæri til að komast á EM 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert