Besti leikur okkar frá því á HM

Olivier Giroud að skora annað mark Frakka á Stade de ...
Olivier Giroud að skora annað mark Frakka á Stade de France í gærkvöld. AFP

„Ég held að þetta sé besti leikur okkar frá því á HM,“ sagði Oliver Giroud framherji franska landsliðsins eftir 4:0 sigur Frakka gegn Íslendingum í undankeppni EM í knattspyrnu á Stade de France í París í gærkvöld.

Frakkar fögnuðu heimsmeistaratitlinum í Moskvu síðastliðið sumar eftir 4:2 sigur á Króötum í úrslitaleik.

„Við nýttum okkar færi og settum saman góðar hreyfingar,“ sagði Giroud, sem skoraði annað mark Frakka í leiknum gegn Íslendingum og skoraði þar með sitt 35. mark fyrir franska landsliðið.

„Ísland fær vanalega ekki mörg mörk á sig en við gerðum virkilega vel með því að skora fjögur mörk. Þetta lítur vel út hjá okkur. Við erum búnir að vinna tvo góða sigra þar sem liðsheildin hefur verið sterk. Við þurfum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Paul Pogba eftir leikinn.

mbl.is