Sjálfsmark og tap hjá Portland

Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í Portland Thorns töpuðu sínum …
Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í Portland Thorns töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í nótt. Ljós­mynd/​Port­land Thorns

Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í Portland Thorns þurftu að sætta sig við 3:1-tap gegn Washington Spirit þegar liðin mættust í bandarísku atvinnudeildinni í knattspyrnu í nótt. Dagný var í byrjunarliði Portland Thorns í nótt og spilaði allan leikinn á miðsvæðinu.

Ashley Hatch kom Washington yfir strax á 16. mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. Dagný varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks áður en Caitlin Foord minnkaði muninn fyrir Portland á 67. mínútu. 

Jordan DiBiasi gerði út um leikinn á 71. mínútu þegar hún skoraði þriðja mark Washington og þar við sat. Portland er í sjötta sæti með 8 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en þetta var fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu.

mbl.is