Messi tekjuhæsti íþróttamaður heims

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt úttekt viðskiptatímaritsins Forbes.

Á tímabilinu frá júní í fyrra til dagsins í dag þénaði Messi 127 milljónir dollara eða sem jafngildir 15,8 milljörðum króna. Þetta eru launagreiðslur ásamt auglýsingatekjum og styrktarsamningum.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er í öðru sæti á lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims en hann þénaði 109 milljónir dollara og í þriðja sæti á listanum er Brasilíumaðurinn Neymar sem þénaði 105 milljónir dollara.

Aðeins ein kona kemst á 100 efstu listann en það er bandaríska tenniskonan Serena Williams. Tekjur hennar síðasta árið voru 29 milljónir dollara og er hún í 63. sæti á tekjulistanum.

Tíu tekjuhæstu íþróttamenn heims, upphæðin í dollurum:

127 - Lionel Messi
109 - Cristiano Ronaldo
105 - Neymar
 94,0 - Canelo Álvarez
 93,4 - Roger Federer
 89,5 - Russell Wilson
 89,3 - Aaron Rodgers
 89,0 - LeBron James
 79,8 - Stephen Curry
 65,4 - Kevin Durant

Sjá allan listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert