Guðmundur góður í sigri á meisturunum

Guðmundur Þórarinsson lék allann leikinn með Norrköping.
Guðmundur Þórarinsson lék allann leikinn með Norrköping. Ljósmynd/Norrköping

Norrköping hafði betur gegn sænsku meisturunum í AIK er liðin mættust í efstu deild í fótbolta í dag, 2:0. Christoffer Nyman gerði bæði mörk Norrköping í sitt hvorum hálfleiknum. 

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn. Hann fékk hann 7,3 í einkunn af 10 mögulegum hjá Sofascore fyrir frammistöðu sína.

Aðeins tveir leikmenn liðsins fengu hærri einkunn og þar á meðal Nyman. Kolbeinn Sigþórsson átti að vera á varamannabekk AIK, en var tekinn úr hópnum á síðustu stundu, væntanlega vegna meiðsla. 

Eftir leikinn er AIK í þriðja sæti með 24 stig og Norrköping í sjötta sæti með 21 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert