Aron níundi hjá Hammarby

Aron, til hægri, ásamt Richard Magyar sem einnig gekk í …
Aron, til hægri, ásamt Richard Magyar sem einnig gekk í raðir Hammarby í gær. Ljósmynd/Hammarby

Aron Jóhannsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska knattspyrnufélagið Hammarby og verður þar með níundi Íslendingurinn sem spilar með liðinu en það er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Pétur Marteinsson lék þar fyrstur árin 1996 til 1998 og aftur 2003 til 2006. Pétur Björn Jónsson lék með liðinu 1998, Gunnar Þór Gunnarsson árin 2006 og 2007 og Heiðar Geir Júlíusson árið 2007. Þeir Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson voru báðir með liðinu árin 2015 til 2017 og Arnór Smárason árin 2016 til 2018. Viðar Örn Kjartansson varð sá áttundi þegar hann kom til Hammarby sem lánsmaður fyrir yfirstandandi tímabil en hann er væntanlega á förum eftir komandi helgi.

Aron, sem er með tvöfalt ríkisfang og hefur leikið 19 landsleiki fyrir Bandaríkin, hefur undanfarin fjögur ár verið leikmaður Bremen í Þýskalandi en dvölin þar einkenndist af meiðslum. Hann náði aðeins að spila 28 deildaleiki með liðinu og skoraði 4 mörk. Aron lék áður með AZ í Hollandi og AGF í Danmörku og þrjú fyrstu meistaraflokksárin með uppeldisfélagi sínu, Fjölni. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »