Sarri kominn með niðurskurðarhnífinn á loft

Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. AFP

Maurizio Sarri, nýráðinn þjálfari Ítalíumeistara Juventus í knattspyrnu, er kominn á fulla ferð í sumarhreingerningum hjá félaginu.

Allt að níu leikmenn eiga það á hættu að verða látnir fara frá félaginu en Sarri vill skera niður hópinn eftir þau kaup sem félagið hefur gert í sumar.

Luca Pellegrini, Merih Demiral, Aaron Ramsey, Gianluigi Buffon og Adrien Rabiot eru allir gengnir í raðir Ítalíumeistaranna og þarf Sarri að hliðra til fyrir þeim.

Framtíð Gonzalo Higuain, Sami Khedira, Joao Cancelo, Blaise Matuidi, Mario Mandzukic, Moise Kean, Mattia Perin, Juan Cuadrado og Leonardo Bonucci er í óvissu og líklegt að nokkrir þeirra verða látnir fara frá félaginu í sumar.

mbl.is