De Ligt samdi til fimm ára

Matthijs de Ligt fyrir utan höfuðstöðvar Juventus.
Matthijs de Ligt fyrir utan höfuðstöðvar Juventus. Ljósmynd/Juventus

Sögunni endalausu er loks lokið. Ítalíumeistarar Juventus greindu frá því rétt í þessu að hollenski landsliðsmaðurinn Matthijs de Ligt hafi skrifað undir fimm ára samning við félagið að undangenginni læknisskoðun.

De Lig­t er 19 ára gam­all og kemur til Juventus frá hollenska liðinu Ajax. Hann hefur skorað 3 mörk í 77 leikjum með liðinu og var fyrirliði þess á síðustu leiktíð. Þá hefur miðvörðurinn öflugi spilað 17 leiki með hollenska landsliðinu og skoraði í þeim 3 mörk.

Mörg lið hafa verið á höttunum eftir De Ligt í allt sumar en að lokum hafði Juventus betur í baráttunni og greiðir 75 milljónir evra fyrir leikmanninn til að byrja með og við bætast 10,5 milljónir evra við tiltekinn fjölda ára með liðinu.

mbl.is