Perisic kominn til Bayern

Emil Hallfreðsson ræðir við Ivan Perisic á HM í Rússlandi …
Emil Hallfreðsson ræðir við Ivan Perisic á HM í Rússlandi í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Króatinn Ivan Perisic er genginn í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í knattspyrnu, en hann kemur til félagsins á eins árs lánssamingi frá Inter á Ítalíu.

Per­isic vann þýska meist­ara- og bikar­meist­ara­titil­inn hjá Dort­mund og gekk svo í raðir Wolfs­burg þar sem hann var til árs­ins 2016. Síðan þá hef­ur hann verið lyk­ilmaður hjá In­ter.

Perisic er þrítugur og á að baki 80 landsleiki með Króötum, sem hafa mætt íslenska landsliðinu nokkuð oft á síðustu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert