Mourinho hafnaði starfstilboði

José Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember á …
José Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári. AFP

Knattspyrnustjórinn José Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári. Mourinho hefur fengi nokkur tilboð síðan hann yfirgaf United en enskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Portúgalinn vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. 

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Mourinho hafi hafnað því að taka við franska 1. deildarliðinu Lyon í vikunni. Sylvinho var rekinn frá félaginu í vikunni en Lyon hefur ekki byrjað tímabilið vel í Frakklandi og er með 9 stig eftir fyrstu níu umferðir deildarinnar í fjórtánda sætinu.

Forseti Lyon, Jean-Michael Aulas, á að hafa sett sig í samband við Mourinho á dögunum en portúgalski stjórinn vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Mourinho hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Real Madrid en hann er orðinn 56 ára gamall og er einn sigursælasti knattspyrnustjóri í fótboltanum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert