Króatar þurfa stig í lokaleiknum

Króatar eru með örlögin í sínum höndum eftir jafntefli gegn …
Króatar eru með örlögin í sínum höndum eftir jafntefli gegn Wales í kvöld. AFP

Króatía er komin með annan fótinn í lokakeppni EM eftir 1:1-jafntefli gegn Wales í Cardiff í kvöld.

Nikola Vlasic kom Króötum yfir stax á 9. mínútu en Gareth Bale jafnaði metin fyrir Wales undir lok fyrri hálfleiks. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og jafntefli því niðurstaðan.

Króatía er með 14 stig í efsta sæti E-riðils eftir sjö leiki og hefur tveggja stiga forskot á Ungverjaland sem er í öðru sætinu. Slóvakía kemur þar á eftir með 10 stig eftir sex leiki en Króatía og Slóvakía mætast 16. nóvember í úrslitaleik í Rijeka í Króatíu.

Króötum dugar jafntefli en fari svo að Slóvakar vinni geta þeir tryggt sér efsta sæti riðilsins með sigri gegn Aserbaídsjan í lokaumferð riðlakeppninnar. Wales er í fjórða sæti riðilsins með 8 stig en liðið á enn þá möguleika á því að fara áfram í lokakeppninni.

Til þess að það gerist þarf Wales að vinna síðustu tvo leiki sína gegn Aserbaídsjan og Ungverjalandi og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert