Norðmenn eiga enn möguleika

Lars Lagerbäck ásamt þeim Joshua King og Martin Odegård.
Lars Lagerbäck ásamt þeim Joshua King og Martin Odegård. AFP

Lars Lagerbäck á enn möguleika á að koma Norðmönnum á EM karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 4:0 sigur á Færeyjum í kvöld þótt möguleikarnir séu ekki miklir.  

Spánverjar eru taplausir með 20 stig eftir 8 leiki á toppi F-riðils. Svíþjóð er með 15 og Rúmenía 14 en þjóðirnar mætast í Rúmeníu í níundu umferðinni í kvöld. Noregur er með 14 stig eftir 9 leiki. Færeyjar eru með 3 stig eins og Malta. 

Alexander Sørloth skoraði tvö mörk fyrir Noreg í kvöld og þeir Tore Reginiussen og Iver Fossum sitt markið hvor. 

Norðmenn mæta Möltu á útivelli í síðustu umferðinni. Svíar eiga eftir heimaleik á móti Færeyjum en Rúmenar þurfa að fara til Spánar í lokaumferðinni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert