Ronaldo og Kane í markakóngsbaráttuna

Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum í gærkvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum í gærkvöld. AFP

Það er harður slagur um markakóngstitilinn í undankeppni EM í knattspyrnu en undankeppninni lýkur á mánudaginn.

Harry Kane er orðinn markahæstur ásamt Ísraelsmanninum Eran Zahavi en Kane skoraði þrennu í 7:0 sigri Englendinga gegn Svartfellingum á Wembley í gærkvöld. Cristiano Ronaldo skoraði einnig þrennu í gær, sína 55. á ferlinu, og er hann er kominn í bullandi baráttu um markakóngstitilinn.

Markahæstu leikmenn:

11 - Harry Kane, Englandi
11 - Eran Zahavi, Svartfjallalandi
10 - Cristiano Ronaldo
 9 - Artem Dzyuba, Rússlandi
 9 - Aleksandar Mitrovic, Serbíu

Kolbeinn Sigþórsson er markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni en hann hefur skorað 3 mörk og þeir Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson koma næstir með 2 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert