Svíar á EM 2020

Marcus Berg fyrirliði Svía fagnar marki sínu í kvöld.
Marcus Berg fyrirliði Svía fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Svíar tryggðu sér sæti á EM karla í knattspyrnu næsta sumar með virkilega góðum útisigri á Rúmenum í Búkarest. Leikurinn var geysilega mikilvægur fyrir bæði lið því Svíar voru stigi á undan Rúmenum fyrir leikinn. 

Svíar unnu 2:0 með mörkum frá Marcusi Berg og Robin Quaison og var Svíþjóð komið í 2:0 eftir 34 mínútur og hélt þeirri stöðu út leikinn. 

Spánn sem burstaði Möltu 7:0 á Spáni er með 23 stig í efsta sæti en Svíþjóð er með 18 stig í 2. sæti. Rúmenía og Noregur eru jöfn með 14 stig í 3. og 4. sæti fyrir lokaumferðina. Nú er því orðið ljóst að Lars Lagerbäck nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum með norska landsliðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert