Tíu þjóðir búnar að tryggja sæti á EM

Olivier Giroud og Antoine Griezmann fagna marki þess fyrrnefnda en …
Olivier Giroud og Antoine Griezmann fagna marki þess fyrrnefnda en Frakkar tryggðu sér sæti á EM í gær. AFP

Tíu þjóðir hafa nú tryggt sér sæti á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar.

24 þjóðir taka þátt í mótinu sem haldið verður víðs vegar um Evrópu en keppt verður í tólf borgum. UEFA hefur ákveðið að dreifa leikstöðum í tilefni þess að sextíu ár eru liðin frá fyrsta Evrópumótinu sem fór fram í Frakklandi árið 1960. 

Það var ljóst eftir jafntefli Íslendinga gegn Tyrkjum í Istanbúl í gær að Ísland fer í umspil um sæti á EM og fer það fram í mars en dregið verður í umspilið eftir viku.

Þjóðirnar tíu sem eru komnar á EM:

Belgía
Tékkland
England
Frakkland
Ítalía
Pólland
Rússland
Spánn
Tyrkland
Úkraína

Í kvöld gætu Írland eða Danmörk bæst í hópinn og einnig eiga bæði Svíar og Finnar möguleika á að tryggja sér EM-farseðlana í kvöld.

mbl.is