Hvað er að gerast með besta spyrnumann þjóðarinnar?

Gylfi Þór Sigurðsson tekur vítaspyrnu gegn Andorra sem markvörðurinn varði.
Gylfi Þór Sigurðsson tekur vítaspyrnu gegn Andorra sem markvörðurinn varði. mbl.is/Hari

Hvað er gerast með besta spyrnumann þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað? Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera búinn að missa allt sjálfstraust á vítapunktinum.

Gylfa brást bogalistin í leiknum gegn Moldóvum í fyrrakvöld og þar með hefur hann klúðrað fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sem hann hefur tekið fyrir landsliðið.

Nokkrir stuðningsmenn Everton voru fljótir að bregðast við á Twitter þegar þeir fréttu af vítaspyrnuklúðri Gylfa í leiknum á móti Moldóvum og þeir vilja ekki sjá hann taka fleiri vítaspyrnur fyrir lið sitt.

Gylfi hefur tekið 6 vítaspyrnur fyrir Everton frá því hann kom til liðsins og hefur aðeins skorað úr helmingi þeirra. Á síðustu leiktíð fóru 3 vítaspyrnur í súginn hjá okkar manni.

Ef Erik Hamrén landsliðsþjálfari ákveður að velja aðra vítaskyttu legg ég til að hún verði Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason, sem hefur skorað úr öllum 9 vítaspyrnunum sem hann hefur tekið fyrir Augsburg.

Sjá allan bakvörðinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert