Íslenskur landsliðsmaður fær 300.000 kr. sekt og bann

Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik gegn Andorra.
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik gegn Andorra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Darmstadt og Wiesbaden í síðustu umferð þýsku B-deildarinnar. Þá fékk hann einnig sekt upp á 2.000 evrur, eða tæpar 300.000 krónur. 

Miðjumaðurinn fékk sitt annað rauða spjald á leiktíðinni í leiknum og leikur hann ekki meira með Darmstadt á árinu vegna þessa. Guðlaugur fékk fyrst gult spjald fyrir brotið, en eftir að myndbandsdómarar skoðuðu atvikið var því breytt í rautt. 

Hvorki félagið né leikmaðurinn hefur áfrýjað úrskurðinum og verður honum því ekki breytt. Myndband af brotinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert