Arnór Ingvi orðinn einn fimm leikjahæstu Íslendinganna

Arnór Ingvi Traustason með knöttinn.
Arnór Ingvi Traustason með knöttinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er annað árið í röð kominn í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar með Malmö frá Svíþjóð eins og fjallað var um í blaðinu í gær.

Hann er nú kominn í hóp leikjahæstu íslensku knattspyrnumannanna í Evrópudeildinni.

Frá því núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 2004 hafa 32 íslenskir knattspyrnumenn spilað í Evrópudeildinni, þ.e. í riðlakeppninni og útsláttarkeppninni sem síðan tekur við. Arnór Ingvi er kominn í 4.-5. sætið yfir þá leikjahæstu.

Sjá heildarumfjöllun um leikjahæstu Íslendingana í Evrópudeildinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert