Gera ekki kostakaup hjá okkur

Jadon Sancho
Jadon Sancho AFP

Enski sóknarmaðurinn Jadon Sancho mun fá að ráða eigin örlögum en mörg af stærstu knattspyrnufélögum heims vilja kaupa kappann frá Dortmund í sumar. Hann fer þó ekki ódýrt.

„Þú verður alltaf að bera virðingu fyrir því hvað leikmaðurinn vill,“ sagði Hans-Joachim Watzeke, framkvæmdastjóri Dortmund, í samtali við Bild. „Við höfum alltaf sagt að við viljum halda Sancho hjá okkur og ég tek það fram að ríku félögin mega ekki halda að þau fái hann á einhverju tilboðsverði frá okkur. Við þurfum ekki að selja neinn ódýrt þrátt fyrir ástandið í heiminum.“

Enska fé­lagið Manchester United er sagt líklegasti áfangastaður Sancho í sumar en félög á borð við Real Madríd, Barcelona og Liverpool eru öll sögð hafa áhuga á honum.

Sancho hefur spilað í Þýskalandi síðan 2017 og farið á kostum með liði Dormund. Hann er ein­ung­is tví­tug­ur að árum en á að baki 90 leiki fyr­ir Dort­mund í öll­um keppn­um frá ár­inu 2017 þar sem hann hef­ur skorað 31 mark og lagt upp önn­ur 42.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert