Gjaldþrota vegna kórónuveirunnar

Zilina og KR mættust í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar árið …
Zilina og KR mættust í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar árið 2011 þar sem KR vann samanlagðan 3:2-sigur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Slóvakíska knattspyrnufélagið Zilina er á leið í gjaldþrot vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina en það voru fjölmiðlar í Slóvakíu sem greindu fyrst frá þessum fréttum. Forráðamenn félagsins náðu ekki samkomulagi við leikmenn og starfsmenn liðsins um launalækkanir og því hefur félagið neyðst til að lýsa yfir gjaldþroti.

Zilina er fyrsta atvinnumannafélagið, sem vitað er um, til þess að lýsa yfir gjaldþroti vegna faraldursins sem nú geisar en öllum deildarkeppnum í Evrópu hefur verið aflýst nema í Hvíta-Rússlandi þar sem áfram er spilað. Zilina er eitt stærsta félagið í Slóvakíu en það er næst sigursælasta félag landsins, á eftir Slovan Bratislava.

Zilina hefur sjö sinnum orðið landsmeistari á meðan Slovan Bratislava hefur níu sinnum orðið landsmeistari. Þá hefur félagið verið fastagestur í forkeppnum Evrópukeppnanna en síðast þegar liðið lék í forkeppni Meistaradeildarinnar féll liðið úr leik í annarri umferð Meistaradeildarinnar gegn FCK, tímabilið 2017-18.

KR-ingar lögðu Zilina að velli, 3:0, í 2. umferð Evrópudeildarinnar sumarið 2011 og komust áfram eftir að hafa tapað seinni leiknum 2:0 í Slóvakíu.

mbl.is