Ætlar ekki til Juventus

Arthur.
Arthur. AFP

Bras­il­íumaður­inn Arth­ur ætlar ekki að yfirgefa spænska knattspyrnufélagið Barcelona til að ganga til liðs við Juventus á Ítalíu. Talið var að félögin væru að íhuga að skipta á leikmönnum og Bosníumaðurinn Miralem Pjanic myndi fara í hina áttina.

Maurizio Sarri, þjálf­ari Ju­vent­us, er mik­ill aðdá­andi Arth­urs og vill ólm­ur styrkja miðjuna hjá liðinu. Þá voru forráðamenn Barcelona opnir fyrir skiptunum til að lækka hjá sér launakostnaðinn en Arthur er ánægður hjá Börsungum og vill hvergi fara. „Það eina sem ég hef áhuga á er að vera í Barcelona,“ sagði miðjumaðurinn við Sky Sports.

Það er því ólíklegt að Pjanic geti skipt yfir í Barcelona enda býður fjárhagstaða félagsins ekki upp á að kaupa leikmenn dýrt í sumar.

Arth­ur er 23 ára og hef­ur spilað 43 leiki fyr­ir Barcelona síðan hann kom til liðsins frá heima­land­inu 2018. Hann hef­ur spilað 20 lands­leiki fyr­ir Bras­il­íu. Pj­anic er þrítug­ur sókn­arsinnaður miðjumaður og hef­ur spilað með Ju­vent­us frá ár­inu 2016 en þar á und­an var hann hjá Roma. Hann hef­ur spilað 92 lands­leiki fyr­ir Bosn­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert