Ellefu umferðir á fimm vikum

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Spánverjar hafa ákveðið að ljúka skuli keppnistímabilinu 2019-2020 í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar og ætla að vera snöggir að því. 

Mótið mun hefjast á ný hinn 11. júní og er áætlað að ljúka því 19. júlí þótt enn séu ellefu umferðir eftir. 

Gert er ráð fyrir því að fyrsta umferðin á næsta keppnistímabili hefjst 12. september og spænsku liðin geta því tekið sumarfrí áður en undirbúningstímabilið hefst. 

Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á mannlífið á Spáni og tekið sinn toll og íþróttafólk er ekki farið að æfa án takmarkana. 

mbl.is