Luiz búinn að finna sér nýtt félag

David Luiz fagnar marki.
David Luiz fagnar marki. AFP

Bras­il­íski varn­ar­maður­inn Dav­id Luiz virðist vera á förum frá Arsenal þegar samningi hans við félagið lýkur í sumar og þá hefur portúgalski miðillinn Record það eftir honum að hann hafi átt í viðræðum við Benfica.

Luiz lék með portú­galska félaginu á árunum 2007 til 2011 áður en hann fór til Chelsea. Einnig hefur hann leikið með PSG og Arsenal og orðið meist­ari í Frakklandi og Englandi. Þá varð hann Evr­ópu­meist­ari með Chel­sea árið 2012. Skipti hann úr Chel­sea í Arsenal fyr­ir þessa leiktíð, en hann er orðinn 33 ára gam­all og hefur Lundúnaliðið ekki áhuga á að framlengja samninginn hans.

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji ljúka ferl­in­um hjá Ben­fica. Allt get­ur breyst í fót­bolta og það sem er rétt í dag get­ur verið rangt á morg­un, en til­finn­ing mín breyt­ist ekki. Ég elska Ben­fica og mig dreym­ir um að spila fyr­ir fé­lagið aft­ur,“ sagði Luiz í apríl og nú virðist sem draumurinn muni rætast en samkvæmt fréttinni er Brasilíumaðurinn í samræðum við forráðamenn félagsins.

mbl.is