Spánverjinn lék á United

Saúl Niguez.
Saúl Niguez. AFP

Spænski knatt­spyrnumaður­inn Saúl Nigu­ez hefur loks tilkynnt „nýja félagið sitt“ en hann er að opna knattspyrnuskóla fyrir ungmenni í samstarfi við íþróttavöruframleiðandann Nike.

Spánverjinn hefur verið að telja niður á samfélagsmiðlum undanfarna daga og sagðist ætla segja frá nýju liði 3. júní og töldu margir að kappinn væri á leiðinni til Manchester United. Saúl er tal­inn einn besti miðjumaður Evr­ópu en hann hef­ur verið í lyk­il­hlut­verki Atlético Madríd und­an­far­in ár og átti meðal ann­ars stór­leik er liðið sló út Evr­ópu­meist­ara Li­verpool úr Meist­ara­deild­inni í mars. Hann hef­ur reglu­lega verið orðaður við United, sem er sagt til­búið að borga um 120 millj­ón­ir evra fyr­ir hann. Þá er Paul Pogba tal­inn lík­leg­ur til að yf­ir­gefa fé­lagið og marg­ir telja að Saúl gæti reynst frá­bær arftaki Frakk­ans.

Saúl er engu að síður ekki á leiðinni til Manchester, allavega ekki bráð, en hann er að stofna akademíu í Elche í heimalandinu eins og fyrr segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert