Íhugar að hætta eftir framhjáhald eiginkonunnar

Josicp Ilicic.
Josicp Ilicic. AFP

Slóvenski knattspyrnumaðurinn Josip Ilicic íhugar nú að leggja skóna á hilluna þar sem hann glímir við þunglyndi eftir að hann gómaði eiginkonu sína við framhjáhald. 

Ilicic, sem er 32 ára, leikur með Atalanta á Ítalíu. Soccer24 greinir frá því að hann ætlaði að koma eiginkonunni á óvart með heimsókn til Slóveníu þegar atvikið átti sér stað. 

Ljóst er að Ilicic verður ekki með Atalanta gegn PSG í Meistaradeildinni síðar í mánuðinum, en hann er markahæsti leikmaður Atalanta á tímabilinu með 15 mörk. 

mbl.is