Næstu leikjum Celtic frestað

Frá leik KR og Celtic árið 2014.
Frá leik KR og Celtic árið 2014. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næstu tveimur deildarleikjum karlaliðs Glasgow Celtic hefur verið frestað en liðið á að taka á móti KR í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu hinn 18. ágúst eða eftir viku. 

Næstu tveimur leikjum Aberdeen er einnig frestað en í herbúðum bæði Celtic og Aberdeen hafa leikmenn gerst sekir um að fara ekki eftir sóttvarnartilmælum. 

Næsta þriðjudag á Celtic að taka á móti KR í Glasgow en ekki er minnst á þá viðureign í fréttaflutningi af málinu enda er þar um innanlandsmál að ræða, þ.e.a.s skosku deildakeppnina. 

mbl.is