Ungur Kanadamaður til Frakklands á metfé

Jonathan David er orðinn leikmaður Lille.
Jonathan David er orðinn leikmaður Lille. Ljósmynd/Lille

Franska knattspyrnufélagið Lille hefur gengið frá kaupum á kanadíska landsliðsmanninum Jonathan David frá Gent. Er kaupverðið um 31,5 milljónir evra. 

David, sem er tvítugur, skoraði 23 mörk og lagði upp tíu til viðbótar í 40 leikjum með Gent á síðustu leiktíð. Er honum ætlað að fylla í skarð Victor Osimehen sem Lille seldi til Napólí á dögunum. 

Er David dýrasti leikmaðurinn í sögu Lille, en félagið keypti Renato Sánchez á síðasta ári fyrir 25 milljónir evra. 

mbl.is