Sigurmark í uppbótartíma

Julian Draxler fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Julian Draxler fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

París SG vann sinn fyrsta leik í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á tímabilinu þegar liðið fékk Metz í heimsókn í kvöld.

Það virtist allt stefna í jafntefli þegar Julian Draxler tryggði PSG 1:0-sigur með marki í uppbótartíma en Abdou Diallo, varnarmaður PSG, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 65. mínútu og Frakklandsmeistararnir því einum manni færri síðustu 25. mínútur leiksins.

PSG hefur byrjaði tímabilið afar illa og tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum, fyrst gegn Lens og svo gegn Marseille. 

Liðið er með 3 stig í fimmtánda sæti deildarinnar eftir fyrstu þrjá umferðirnar en Rennes, Monaco og Lille eru í efstu sætunum með 7 stig.

mbl.is