Selfyssingurinn skoraði og klúðraði víti

Viðar Örn fagnar vel og innilega í dag.
Viðar Örn fagnar vel og innilega í dag. Ljósmynd/Vålerenga

Vålerenga hafði betur gegn meistaraliðinu Molde, 2:1, er liðin mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar Örn Kjartansson var áberandi hjá Vålerenga. 

Kom Viðar Vålerenga yfir á 21. mínútu með sínu fjórða marki í tveimur leikjum. Hann hefði getað skorað það fimmta á 49. mínútu en hann hitti ekki markið úr vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og Vålerenga fagnaði 2:1-sigri. 

Viðar lék fyrstu 79 mínúturnar en var síðan leystur af hólmi af Ísfirðingnum Matthíasi Vilhjálmssyni. 

Vålerenga er með 32 stig eftir 18 leiki, fimmtán stigum á eftir Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt sem eru að stinga af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert