Elías með hádramatískt sigurmark

Elías Már fagnar sigurmarkinu.
Elías Már fagnar sigurmarkinu. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson var hetja Excelsior er liðið vann útisigur Den Bosch í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 1:0. 

Skoraði Elías sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartímans og tryggði Excelsior annan deildarsigurinn í röð. Er liðið í níunda sæti með 13 stig. 

Elías er markahæstur í deildinni með tíu mörk, þremur mörkum meira en næstu menn, en hann hefur skorað í þremur síðustu leikjum Excelsior. 

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá varaliði PSV í 1:2-tapi á útivelli gegn Graafschap. PSV er í 13. sæti með 10 stig. 

mbl.is