Ætlaði að gera allt í sjötta gír

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv

„Maður er alltaf hissa þegar maður vinnur svona verðlaun en á sama tíma erum við búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið en hún var útnefnd þjálfari ársins í Svíþjóð um helgina.

Kristianstad, sem var stofnað árið 1998, hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili en þetta er besti árangur liðsins frá upphafi. Þá leikur liðið einnig í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á komandi keppnistímabili.

Beta, sem er 44 ára, tók við þjálfun liðsins árið 2009 og var því að ljúka sínu tólfta tímabili sem þjálfari liðsins en hún var einnig útnefnd þjálfari ársins árið 2017.

„Þó að nafnið mitt sé skráð fyrir þessari viðurkenningu þá eru þetta fyrst og fremst verðlaun fyrir allt þjálfarateymið. Við höfum unnið ótrúlega vel saman á þessu ári og ég deili þessum verðlaunum með þeim.

Það var gaman að vinna verðlaunin árið 2017 en mér fannst ég satt best að segja varla eiga það skilið á þeim tíma. Linköping varð meistari það ár með miklum yfirburðum en í ár áttum við svo sannarlega frábært tímabil og það er kannski stærsti munurinn á viðurkenningunum tveimur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »