Sara lagði upp mark í stórsigri

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. AFP

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu lagði upp eitt marka Evrópumeistara Lyon í stórsigri liðsins á útivelli gegn París FC, 5:0, í frönsku 1. deildinni í kvöld.

Sara lék allan leikinn á miðjunni hjá Lyon og lagði upp annað mark liðsins fyrir Nikita Parris á 11. mínútu. Áður hafði Dzsenifer Marozsán komið Lyon yfir. Þær Amel Majri, Parris og Wendie Renard bættu  við mörkum.

Lyon komst með sigrinum á topp deildarinnar með 36 stig úr þrettán leikjum. París SG er með 34 stig úr 12 leikjum og getur því endurheimt efsta sætið um helgina. Bordeaux, lið Svövu Rósar Guðmundsdóttur, er með 23 stig í þriðja sætinu.

mbl.is