Real Madrid í miklum vandræðum

Real Madrid er í vandræðum vegna meiðsla.
Real Madrid er í vandræðum vegna meiðsla. AFP

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid er í miklum vandræðum fyrir leik sinn gegn Atalanta á útivelli í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikið verður í Bergamo á Ítalíu á miðvikudagskvöldið.

Karim Benzema hefur bæst á langan meiðslalista liðsins og þar með eru níu leikmenn fjarverandi en aðeins ellefu útispilarar úr aðalliðshópi félagsins eru leikfærir.

Real Madrid gaf út nítján manna hóp fyrir leikinn í dag og auk Benzema vantar Sergio Ramos, Eden Hazard, Marcelo, Dani Carvajal, Fede Valverde, Rodrygo Goes, Alvaro Odriozola og Eder Militao.

Þetta er fyrri viðureign liðanna en sú síðari fer fram í Madríd 16. mars.

mbl.is