Fær ekki að dæma fleiri leiki á tímabilinu

Atvikið fræga sem átti sér stað í desember.
Atvikið fræga sem átti sér stað í desember. AFP

Knattspyrnudómarinn Sebastian Coltescu fær ekki að dæma fleiri leiki á tímabilinu vegna óviðeigandi framkomu í leik PSG og Istanbul Basaksehir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í París 8. desember síðastliðinn.

Leikmenn tyrkneska liðsins gengu af velli eftir að Coltescu hafði verið með kynþáttafordóma í garð Pierre Webo, aðstoðarþjálfara Basaksehir.

Leikmenn PSG gerðu slíkt hið sama en dómarakvartettinn í leiknum var frá Rúmeníu. Ekki tókst að klára leikinn vegna atviksins og var hann spilaður degi síðar með nýjum dómurum.

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, kvað upp dóm í málinu og hreinsaði Coltescu af ásökunum um kynþáttaníð en í úrskurði UEFA segir að hann hafi hvorki hagað sér á faglegan né viðeigandi hátt.

Octavian Sovre, annar aðstoðardómari leiksins, var einnig fundinn sekur um að haga sér ekki á viðeigandi hátt og þurfa þeir báðir að sitja fræðslunámskeið á vegum UEFA í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert