Inter með ellefu stiga forskot

Romelu Lukaku og Lautaro Martinez skoruðu mörk Inter.
Romelu Lukaku og Lautaro Martinez skoruðu mörk Inter. AFP

Inter Mílanó er komið með ellefu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 2:1-heimasigur á Sassuolo í kvöld.

Romelu Lukaku skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu eftir sendingu frá Ashley Young, en þeir voru liðsfélagar hjá Manchester United áður en þeir fóru til Inter. Lukaku lagði upp annað markið á Lautaro Martínez, áður en Junior Traoré minnkaði muninn í 2:1 á 85. mínútu og þar við sat.

Á sama tíma hafði Juventus betur gegn Napólí á heimavelli, 2:1. Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala komu Juventus í 2:0, áður en Lorenzo Insigne minnkaði muninn úr víti á lokamínútunni.

Inter er í toppsætinu með 71 stig, ellefu stigum meira en AC Milan í öðru sæti. Juventus fór upp í þriðja sæti með sigrinum í dag þar sem liðið er með 59 stig, einu stigi meira en Atalanta sem er í fjórða sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert