Fæddust öll sama mánaðardaginn

Antoine Griezmann leikur með Barcelona og franska landsliðinu.
Antoine Griezmann leikur með Barcelona og franska landsliðinu. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Antoine Griezmann eignaðist í dag sitt þriðja barn með eiginkonu sinni, Eriku Choperena. Vill svo merkilega til að börnin þrjú deila öll sama afmælisdegi.

Það verður að teljast sérstaklega athyglisvert þar sem ekki er um neina tvíbura að ræða. Mia fæddist þann 8. apríl árið 2016, Amaro 8. apríl árið 2019 og Alba í morgun.

Líkurnar á því að fjölskylda eignist þrjú börn sem deila öll sama afmælisdegi eru einn á móti 133.000.

mbl.is