Mun alltaf vera í okkar DNA að skora mörk

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið muni sækja til sigurs gegn Granada á Spáni þegar liðin mætast í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Ég tel að það sé það sem við gerum best. Það mun alltaf vera okkar DNA að við viljum reyna að skora mörk. Auðvitað vill maður hafa varnargrunn en við hugsum um útivallarmörk og einnig hversu góðir við erum á Old Trafford.

Við státum af góðum árangri á Old Trafford í Evrópukeppni þannig að ef við náum góðum úrslitum í kvöld sem við getum byggt á getum við í rauninni ekki beðið um meira,“ sagði Solskjær í samtali við opinbera heimasíðu Manchester United í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert