Stjörnuleikmaður Frakka pirraður á liðsfélaga

Kylian Mbappe er sagður ósáttur við Giroud.
Kylian Mbappe er sagður ósáttur við Giroud. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé er ekki sáttur við ummæli sem Oliver Giroud, samherji hans hjá franska landsliðnu, lét falla eftir 3:0-sigur liðsins á Búlgaríu í vináttuleik á þriðjudag.

Þrátt fyrir að Giroud hafi skorað tvö mörk í leiknum sendi hann Mbappé pillu í fjölmiðlum eftir leik og sagði hann aldrei senda á sig.

Samkvæmt L'Equipe var Mbappé allt annað en sáttur við ummælin. Fjölmiðilinn greinir frá því að Mbappé hafi viljað senda út yfirlýsingu á miðla eftir leik, en ekki hafi orðið að því að lokum.

Frakkland er með Ungverjalandi, Portúgal og Þýskalandi í riðli á Evrópumótinu sem hefst annað kvöld.

mbl.is