Heldur sigurganga Skota áfram?

Andrew Robertson og Tomás Soucek eru lykilmenn sinna liða.
Andrew Robertson og Tomás Soucek eru lykilmenn sinna liða. AFP

Skotland og Tékkland mætast klukkan 13 í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta. Skotar hafa verið með gott tak á Tékkum undanfarið.

Þannig hefur Skotland unnið þrjár síðustu viðureignir liðanna í öllum keppnum og freista þess nú að vinna þá fjórðu í röð. Liðin eru saman í D-riðli ásamt Englandi og Króatíu.

Þetta skrið er það langbesta hjá Skotlandi gegn nokkru af þeim 23 liðum sem taka þátt í EM ásamt því.

Skotland er að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti í 23 ár, eða síðan á HM 1998 í Frakklandi.

Tékkar hafa hins vegar verið tíðir gestir á Evrópumótum, enda tekið þátt í hverju einasta þeirra frá því landið sagði skilið við Slóvakíu og öðlaðist sjálfstæði.

mbl.is