Gunnhildur lagði upp mark fyrir Mörtu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Orlando Pride eru …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Orlando Pride eru í efsta sæti bandarísku atvinnumannadeildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lagði upp þriðja mark Orlando Pride þegar liðið vann 3:1-útisigur gegn Kansas City í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu í dag.

Mariana Larroquette kom Kansas yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Sydney Leroux jafnaði metin fyrir Orlando skömmu síðar og staðan því 1:1 í hálfleik.

Sydney Leroux var svo aftur á ferðinni fyrir Orlando í upphafi síðari hálfleiks áður en Marta innsiglaði sigur Orlando með marki á 85. mínútu eftir stoðsendingu Gunnhildar Yrsu.

Gunnhildur lék allan leikinn með Orlando en liðið er ósigrað í efsta sæti deildarinnar með 15 stig og hefur þriggja stiga forskot á Portland Thorns sem á leik til góða á Orlando.

mbl.is