Glæsileg endurkoma hjá Real

Karim Benzema fagnar sigurmarkinu.
Karim Benzema fagnar sigurmarkinu. AFP

Real Madrid skaust upp í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-útisigri á Valencia í kvöld.

Hugo Duro kom Valencia yfir á 66. mínútu og virtist heimaliðið ætla að sigla sætum sigri í hús. Vinícius Júnior jafnaði hinsvegar metin á 86. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Karim Benzema sigurmarkið.

Real er með 13 stig, tveimur stigum á undan Atlético Madrid. Valencia er í þriðja sæti með tíu stig.

mbl.is