Juventus í fallsæti

Fikayo Tomori hjá AC Milan og Moise Kean, leikmaður Juventus, …
Fikayo Tomori hjá AC Milan og Moise Kean, leikmaður Juventus, eigst við í kvöld. AFP

Ítalska stórliðið Juventus er í fallsæti eftir fjórar umferðir í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Liðið gerði 1:1-jafntefli á heimavelli gegn AC Milan í stórleik í kvöld.

Álvaro Morata kom Juventus yfir strax á 4. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Ante Rebic jafnaði fyrir Milan á 76. mínútu og þar við sat.

AC Milan er í öðru sæti með 10 stig, eins og grannarnir í Inter Mílanó sem eru í toppsætinu. Juventus er í 18. sæti, sem er fallsæti, með aðeins tvö stig.

mbl.is